Júdóæfingar að hefjast - Allir velkomnir

Júdódeild KA er að hefja haustönn sína og býður alla hjartanlega velkomna til að prófa og æfa júdó prófa án skuldbindinga. Ólíkt mörgum öðrum íþróttum eru æfingar í boði fyrir alla aldurshópa, þar með talið fullorðna byrjendur.

Félagið státar af frábærum þjálfara, Eirini Fytrou, en hún flutti til Íslands árið 2023 með það að markmiði að kenna júdó og breiða út boðskap íþróttarinnar. Eirini leggur áherslu á að júdó sé íþrótt fyrir alla, ólíkt því sem margir ímynda sér. Júdó hjálpar fólki að styrkjast bæði andlega og líkamlega.

Júdóið á Akureyri hefur meðal annars vakið athygli í þættinum Landanum á RÚV.