KA með 6 verðlaun á RIG, enn einn sigur hjá Helgu.

Sameinað júdómót Reykjavik International Games og afmælismóts JSÍ var haldið í Ármannsheimilinu í dag. Keppendur voru tæplega 100 talsins og komu frá öllum júdófélögum landsins. KA sendi 7 keppendur á mótið og varð árangur þeirra eftirfarandi:

Helga Hansdóttir:
Helga keppti í sínum þyngdarflokki sem er -57kg. og sigraði örugglega.  Í mótslok var hún valin júdókona mótsins.

Eyjólfur Guðjónsson: 3. sæti í -66kg.
Hans Rúnar Snorrason: 3. sæti í -73kg.
Svanur Hólm Steindórsson: 5. sæti í -73kg.
Adam Brands Þórarinsson: 3. sæti í -81kg.
Ingþór Örn Valdimarsson: 2. sæti í -100kg. og 3. sæti í opnum flokki.
Sigurður Eyvald Reynisson: 4. sæti í +100kg.

Vegna prófa í MA áttu nokkrir af sterkustu keppendum KA ekki möguleika á því að taka þátt í mótinu.