11 dagar í mót og Akureyrarvöllur farinn að skarta sínu besta (samanburður)

Nú eru 11 dagar þangað til flautað verður til leiks í 1.deild karla þegar okkar menn mæta ÍR á ÍR-velli. Fyrsti heimaleikurinn verður föstudaginn 25. maí og stefnir allt í að leikurinn fari fram á Akureyrarvelli, í fyrsta sinn í fjöldamörg ár sem fyrsti heimaleikur færi þar fram.


Hér að neðan er hægt að sjá samanburðarmyndir af vellinum frá 1.maí í fyrra og fyrir mánuði síðan. Munurinn er stjarnfræðilegur enda var veturinn í vetur talsvert betri fyrir grasið en sá síðasti og grasið kemur eins og nýtt undan vetri.