Næst leikur mfl. KA verður mánudaginn 25. júní kl. 18:00 á Akureyrarvelli þegar Grindvíkingar koma í heimsókn í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er leikur þar sem ekkert verður gefið eftir á báða bóga. KA-menn hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar í 1. deildinni, en unnu góðan sigur á Þór sl. fimmtudagskvöld. Grindavík með Guðjón Þórðarson í brúnni hefur verið í töluverðu basli í upphafi móts og þar á bæ horfa menn örugglega til þess að komast í 8 liða úrslit bikarsins. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna og hvetja strákana til sigurs. Minnt er á að ársmiðar gilda ekki á leiki í Borgunarbikarnum.