KA mætti Fram í dag í Lengjubikarnum og bar sigur úr býtum 2-0. Fyrri hálfleikur var markalaus en í þeim síðari skoraði KA tvö mörk og tryggði sér sigurinn.
KA 2 - 0 Fram
0-0 Hafþór Mar Aðalgeirsson ('66) Rautt Spjald
1 0 Atli Sveinn Þórarinsson (70) Stoðsending: Davíð Rúnar
2 - 0 Ævar Ingi Jóhannesson ('89) Stoðsending: Elfar Árni
KA var ívið sterkari í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta sér það og var því markalaust í hálfleik. Í þeim síðari var leikurinn töluvert opnari og áttu bæði lið fín færi.
Þegar að seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður fékk Hafþór Mar Aðalgeirsson leikmaður Frammara réttilega að lýta sitt annað gula spjald frá dómara leiksins og voru gestirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks.
KA komst síðan yfir á 70. mínútu þegar að Hilmar Trausti tók góða hornspyrnu og mætti Davíð Rúnar á nærstöngina og skallaði boltann áfram á Atla Svein sem kom boltanum í netið af stuttu færi eftir baráttu við leikmann Fram.
Ævar Ingi innsiglaði svo sigurinn á 89. mínútu þegar að Elfar Árni átti flotta stungusendingu inn fyrir á Ævar sem stakk varnarmenn Framara af og kláraði færið framhjá markverði Framara.
Næsti leikur KA í Lengjubikarnum er 7. mars gegn Leikni R. í Egilshöllinni.