2. flokkur: Góður 8-1 sigur á Val

2. fl 2010
2. fl 2010
2. flokkur undir stjórn Milo kom, sá og sigraði í Boganum í dag þegar hann vann Val 8-1. 

ByrjunarliðMark: Ólafur Jóhann Magnússon
Vörn: Gauti Gautason, Vilhjálmur Herrera Þórisson, Árni Arnar Sæmundsson (fyrirliði) og Guðmundur Oddur Eiríksson
Miðja: Aksentije Milisic, Kristján Freyr Óðinsson og Ómar Friðriksson
Sókn: Davíð Örn Atlason, Gunnar Örvar Stefánsson og Daníel Örn Baldvinsson

Varamenn
Magnús Pálsson, Böðvar Sigurðsson, Eiður Eiðsson, Freyr Baldursson og Egill Sigfússon

Strax frá byrjun var ljóst að KA var talsvert sterkari aðilinn og sýndu strákarnir lipra takta í sóknarleik sínum. Í fyrri hálfleik skoraði Kristján Freyr tvívegis, Gunnar Örvar eitt og Aci með mark leiksins. Staðan var 4-0 í hálfleik og fengu gestirnir að heyra það frá sínum þjálfara. Sú ræða skilaði þó engu þar sem að okkar strákar gáfu í og þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan orðinn 8-0.  Valsarar náðu þó að minnka muninn um eitt mark og endaði leikurinn því 8-1. Markaskorarar seinni hálfleiks voru Ómar tvö, Gunnar Örvar og þá varð einn Valsarinn fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Mjög gaman var að horfa á strákana spila í dag. Þeir voru bæði að spila sig í gegnum Valsarana og einnig skapaði einstaklingsframtak hvað eftir annað hættu við mark Valsara. Allir leikmenn liðsins skiluðu sínu og vel það í dag og vonandi að strákarnir mæti með sama krafti í næsta leik.