2.fl: Tap gegn Þórsurum - KA í B deild

Ómar Friðriksson í baráttunni við Hákon Guðna Hjartarson leikmann Þórs. (Mynd: Palli Jóh, thorsport.…
Ómar Friðriksson í baráttunni við Hákon Guðna Hjartarson leikmann Þórs. (Mynd: Palli Jóh, thorsport.is)
Lokatölur leiks Þórs og KA sem fram fór á Þórsvelli í dag voru 3 - 1 fyrir Þór. Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 2 - 0 í fyrri hálfleik og leiddu þannig fram að 70. mínútu. Þá minnkuðu KA-menn muninn 2 - 1. Mikil barátta var í okkar mönnum en þrátt fyrir það komust Þórsarar í 3 - 1 stuttu eftir mark okkar manna og þannig lyktaði leiknum. Með sigri eða jafntefli hefði KA tryggt sætið í A-deildinni á næsta ári. Hins vegar fór það ekki þannig í þetta skipti og leikur 2. flokkur KA því í B-deild á næsta ári.