2 flokkur karla gerir það gott

Aci skoraði tvö í dag
Aci skoraði tvö í dag
2 flokkur brá sér suður yfir heiðar um helgina og lék tvö leiki í Íslandsmótinu A riðli. Óhætt er að segja að strákarnir hafið staðið sig vel, þeir komu heim með 6 stig  úr þessum leikjum.
Í  gær lögðu þeir lið Fjölnis/Bjarnarins  með tveimur mörkum gegn einu marki heimamanna.
Í dag  léku þeir gegn Val og þrátt fyrir erfiðan leik í gær  þá  hrósuðu okkar strákar öruggum 5 - 0  sigri.

Mörk  KA á laugardag skoruðu Gunnar Stefánsson og Ómar Friðriksson.  Í leiknum í dag voru það  Aci 2,  Gunnar Stefánss 2,  og  Hjörtur Þórisson sem skoraði 1 mark.

Strákarnir eru um miðja deild í A-riðli en stutt er í ,,skemmtilegri" sæti.  

Næsti leikur þeirra verður hér heima nk. laugardag gegn Breiðablik/Augnablik og hefst hann kl 16 samkv. vef KSI.  Hvar leikurinn fer fram er ekki vitað eins og mál standa en um það verður upplýst þegar nær dregur.