Í dag eignaðist KA tvö Íslandsmeistaralið þegar 2. flokkur kvenna Þór/KA/Hamrarnir og 3. flokkur karla B-lið urðu Íslandsmeistarar.
Stelpurnar sigruðu HK/Víking á Akureyrarvelli í dag, 5-1 og tryggðu sér sigurinn í A-deildinni og Íslandsmeistaratitilinn. Frábær árangur. Þjálfari stelpnanna er Halldór Jón Sigurðsson
3. flokkur karla B-lið sigraði Fjölni í úrslitaleik um titilinn sem fram fór á Blönduósvelli. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en KA skoraði sigurmarkið í framlengingu. Lokatölur 2-1 og Íslandsmeistaratitilinn staðreynd. Þjálfarar strákanna eru þeir Aðalbjörn Hannesson, Bjarni Freyr Guðmundsson og Búi Vilhjálmur Guðmundsson
Frábær dagur fyrir þessi tvö lið og svo má ekki gleyma að óska vinum okkar frá Grenivík, Magna innilega til hamingju með sæti í Inkasso-deildinni að ári. Þeir tryggðu sér það með hagstæðum úrslitum í 2. deildinni í dag.