2. flokkur með sigur á Þórsurum

Aci skoraði eitt marka KA-manna í kvöld.
Aci skoraði eitt marka KA-manna í kvöld.
Fyrr í kvöld áttust KA og Þór við í öðrum flokki karla. Búast mátti við hörkuleik og sú varð raunin. Um var að ræða æfingaleik í undirbúning fyrir Íslandsmótið sem hefst með leik þann 19. maí. Þá koma KR-ingar í heimsókn til Akureyrar.

Eftir aðeins tveggja mínútna leik kom Aksentije Milisic KA mönnum yfr eftir mikið basl fyrir framan mark Þórsara. Það tók Þórsara þó ekki langan tíma að jafna. Rúmu korteri eftir mark KA-manna, jöfnuðu Þórsarar leikinn með marki frá Marteini Þór. Jakob Hafsteinsson kom KA-mönnum í 2-1 stuttu seinna með skalla eftir stoðsendingu frá Jóni Heiðari. Mistök í vörn KA undir lok fyrri hálfleiks urðu til þess að Þórsarar jöfnuðu aftur, staðan 2-2 í hálfleik. Þar var að verki Alexander Hallgrímsson.

KA-menn byrjuðu að krafti í seinni hálfleik. Þórsarar tóku miðju og þar stelur Jóhann Örn boltanum, leggur hann á Ívar Guðlaug sem skorar, 3-2. Rúmri mínútu eftir mark Ívars skoruðu Þórsarar mark úr aukaspyrnu frá Halldóri. Allt í járnum.

Þegar rúmar 10 mínútur voru eftir fékk Jóhann Örn síðan boltann og var kominn í vítateig Þórsara. Hann er togaður niður og dómari leiksins dæmir vítaspyrnu. Davíð Rúnar fór á vítapunktinn og skoraði örugglega. Þegar um það bil 5 mínútur voru eftir af leiknum kláraði Jóhann Örn leikinn fyrir KA-menn með góðu marki. 5-3, verðskuldaður sigur KA-manna staðreynd í miklum baráttuleik. Greinilegt að KA-liðið er í fínu formi og er til alls líklegt í A-deildinni í sumar undir stjórn Slobodan Milisic.

- Guðmundur Oddur Eiríksson