2. flokkur rúllaði yfir Stjörnumenn

Jóhann Örn skoraði tvö í dag.
Jóhann Örn skoraði tvö í dag.
Strákarnir í 2. flokki byrjuðu tímabilið gríðarlega vel með sannfærandi 6-0 sigri á Stjörnumönnum í dag. Leikið var í Boganum og sýndu strákarnir að þeir geta vel náð langt í sumar ef þeir vilja.

KA 6 - 0 Stjarnan
1-0 Jóhann Örn Sigurjónsson (40)
2-0 Aksentije Milisic (44)
3-0 Jóhann Örn Sigurjónsson (52)
4-0 Jakob Hafsteinsson (59)
5-0 Ómar Friðriksson (77)
6-0 Ívar Guðlaugur Ívarsson (81)

Liðið náði vel saman og hefðu mörkin klárlega getað orðið fleiri en þeir misnotuðu m.a. vítaspyrnu. KA strákarnir stjórnuðu leiknum allan tímann og vonandi er að þeir haldi áfram á sömu braut.

Næst á dagskrá er suðurferð um næstu þar sem þeir leika gegn Breiðablik og Fylki.

Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari síðunnar var galvaskur á leiknum og er von á myndum inn á síðuna frá honum von bráðar.

Leikskýrsla