2. flokkur Þórs/KA/Hamranna í bikarúrslitum

Verða stelpurnar Bikarmeistarar?
Verða stelpurnar Bikarmeistarar?

Á sunnudaginn klukkan 15:00 tekur 2. flokkur kvenna hjá Þór/KA/Hömrunum á móti FH sem eru nýkrýndir Íslandsmeistarar í 2. flokki kvenna í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Þórsvelli og má búast við hörkuleik eins og ávallt þegar um úrslitaleik er að ræða.

Það eru margar mjög efnilegar stelpur í okkar liði og ljóst að framtíðin er björt í kvennaboltanum hér á Akureyri. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á Þórsvöllinn og styðja stelpurnar til sigurs og fá bikarinn norður.

ÞórTV sýnir leikinn beint á netinu en að sjálfsögðu er skemmtilegra að mæta á völlinn og upplifa leikinn í persónu! Áfram Þór/KA/Hamrarnir!