Á laugardaginn sl. lék annar flokkur gegn aðalliði Þórs í Boganum en leikurinn var hluti af Soccerademótinu. KA1 sem er skipað leikmönnum
meistaraflokks átti ekki leik þessa helgina.
Staðan í A-riðli (KA2)
KA2 - Þór
0-1 Einar Sigþórsson ('8)
1-1 Árni Arnar Sæmundsson ('22)
1-2 Ármann Pétur Ævarsson ('76)
1-3 Lars Óli Jessen ('87)
Steinþór
Haukur Hei. - Sigurjón - Haukur Hin. - Jón H.
Garðar
Jakob H. - Davíð R. - Andri F. - Árni A.
Eiður
Varamenn: Halldór Ingvar Guðmundsson (M), Kristján Sindri Gunnarsson, Pálmar Magnússon, Vilhjálmur
Þórisson, Atli Þorvaldsson.
Augljóslega var búist við erfiðum leik fyrir strákana þar sem meistaraflokkslið leika að öllu jöfnu ekki gegn annars flokks liðum en
þetta endaði með hörkuleik.
Þórsarar komust yfir snemma leiks en Árni Arnar Sæmundsson jafnaði metin þegar fyrri hálfleikur var u.þ.b. hálfnaður eftir vel
útfærða sókn KA-manna. Rétt fyrir hálfleik fengu strákarnir svo gullið tækifæri til að komast yfir en þeir náðu ekki
að nýta sér varnarmistök hjá Þór.
Staðan var jöfn allt fram á 76. mínútu þegar Ármann Pétur Ævarsson skoraði með laglegri hjólhestaspyrnu og þeir
bættu svo við þriðja markinu á 87. mínútu eftir klaufagang í vörninni hjá KA.
Þrátt fyrir 3-1 tap var margt virkilega jákvætt í leiknum hjá strákunum og greinilegt að Öggi ætlar sér að gera
góða hluti með liðið í sumar. Næsti leikur liðsins er fimmtudaginn 22. janúar gegn Magna.