
Í gær
áttust við KA og KR í 2.fl karla á KA vellinum. Fyrir leikinn voru KR í efsta sæti A-riðils og höfðu ekki tapað leik. KA var þar
dáltið fyrir neðan og voru 23 stigum á eftir KR fyrir leikinn í gær.
KA tapað 0-9 á móti FH á úti velli síðust helgi en KR vann þetta sama FH lið 6-0 í sumar. Bjartsýnir KA menn gerðu sér
litlar vonir um sigur í þessum leik
KA strákarnir sýndu það hinsvegar og sönnuðu að þetta tap á móti FH var algjör undantekning og voru ákveðnir að
láta ekki niðurlægja sig svona aftur. Þeir mættu ákveðnir til leiks og gafu sig alla í leikin. KR-ingar voru mun sterkari aðilinn í
fyrriháfleik þó án þess að skapa sér einhver marktækifæri eða eiga almennileg skot á markið.
Í seinn hálfleik blés hinsvegar í seglin hjá KA mönnum og áttu þeir afbragðs leik. Jón Heiðar Magnússon fær langa
sendingu frá hægri, yfir á vinstri þar sem hann er sloppinn einn í gegn, tekur eina snertingu og lyftir boltanum svo fallega yfir markmann KR-inga. 1-0. Jón
Heiðar var síðan aftur á ferðinni þegar hann renndi boltanum fram hjá KR markmanninum eftir svipaðan aðdraganda.
Það var síðan Jakob Hafsteinsson sem innsyglaði 3-0 sigur KA mann með skalla eftir sendingu frá vinstri, en bolti hafði borist þangað eftir að KR
ingar hreinsuðu út eftir hornspyrnu.
KA menn mjög sáttir eftir leiki þar sem þeir voru fyrsta liðið í sumar til að skella KR ingum og eins og fyrr sagði munaði 23 stigum á
liðinum í deildinni.
Mynd: Sigurjón Fannar átti mjög góðann leik í vörn KA