Annar flokkur á leik í Visa-Bikarnum gegn ÍA á morgun, sunnudag, klukkan 16:00 og búast má við hörkuleik.
KA menn byrjuðu mótið vel en síðan komu þrír tapleikir í röð og ætla strákarnir sér að snúa blaðinu
við.
Skagamenn koma í heimsókn eins og fyrr segir og hvetjum við alla til að mæta á Akureyrarvöllinn kl.16:00 á morgun.
Næsti leikur í deildinni hjá 2.flokknum er eftir viku, en þá fara þeir og heimsækja KR í Vesturbæinn.