Vilhjálmur verður væntanlega á sínum stað í vörninni
Í kvöld klukkan 18:00 tekur 2.flokkur á móti KR ingum í gríðarlega mikilvægum leik. Bæði lið eru fyrir leikinn með 15 stig í
6 og 7 sæti deildarinnar en takist KA að sigra komast þeir uppí 4 sæti, tímabundið þó þar sem öll lið hafa ekki spilað jafn
marga leiki. Allir á KA völlinn í kvöld og styðjum strákana til sigurs í gríðarlega mikilvægum leik!