Árni Arnar verður í byrjunarliði KA
Á morgun tekur 2.flokkur á mót ÍA í A-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Akureyrarvelli og allir eru hvattir til að láta sjá sig
eftir frábæran 3-0 sigur á Víking! Fyrri leikur liðanna fór 3-3 í hörku leik þar sem KA jafnaði á 93.mínútu og
því má búast við hörku leik aftur á morgun. Liðin sitja í 5 og 6 sæti deildarinnar og eru Skagamenn með 19 stig einu meira en KA.
Þannig allir á völlinn á morgun og styðjum KA!!!!