Árni Arnar var með betri mönnum í dag ©Jóhann Már
2. flokkur lék nú fyrr í kvöld við KR-inga í A-deild 2. flokks. Fyrir leik mátti búast við spennandi leik, en annað kom á daginn.
Leikur KA var fínn í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera 2-0 undir og átti liðið að fá vítaspyrnu en eins og fyrri daginn
gengur erfiðlega fyrir KA að fá vítaspyrnu.
Í seinni hálfleik hrundi leikur liðsins hins vegar og virtust menn missa trúna og spilaði liðið því langt frá eðlilegan hálfeik.
KR-ingar gengu á lagið og flengdu okkar menn. Lokatölur 1-7
"Shit Happens" segir einhversstaðar og það er leikur eftir þennan leik. Liðið er ennþá langt frá fallsæti og aðeins 5 stig eru í
það 3. Þrátt fyrir allt hefði maður viljað sá fleira fólk á vellinum til að styðja strákana sem hafa staðið sig með
eindæmum vel í sumar.
Næsti leikur verður 14. ágúst gegn toppliði Víkings