2.flokkur: Flottur fyrri hálfleikur tryggði sætið.

Fimtudaginn síðastliðinn tóku strákarnir í 2.flokki á móti Fram, en strákunum náði jafntefli úr leiknum til að tryggja sæti sitt í deildinni á meðan Fram þurfti nauðsynlega öll stigin til að bjarga sér frá falli. Fyrri hálfleikur var frábær hjá KA, og var það efnilegasti leikmaður KA þetta sumarið Hallgrímur Mar sem skoraði 2 mörk áður en Andri Fannar skoraði 1, og því stóðu KA menn vel að vígji fyrir seinni hálfleikinn, 3-0 yfir og sæti í deildinni að ári nánast tryggt, lítið gerðist í seinni hálfleik en þó náðu Framarar að setja eitt og því urðu lokatölur 3-1, og sæti í A-deildinni að ári tryggt.