3. fl. kk spilar bikarúrslitaleik á laugardag kl. 12.00 (ath. breyttan tíma!!)

Þriðji flokkur karla í lokahófi yngri flokka í dag ásamt öðrum tveggja þjálfara sinna, Óskari Bragas…
Þriðji flokkur karla í lokahófi yngri flokka í dag ásamt öðrum tveggja þjálfara sinna, Óskari Bragasyni.

Þriðji flokkur karla spilar til bikarúrslita nk. laugardag kl. 12.00 við KF/Tindastól á Ólafsfjarðarvelli. Upphaflega átti leikurinn að vera kl. 14, en honum hefur verið flýtt um tvo tíma og verður sem sagt spilaður kl. 12.00. Í undanúrslitum vann KA öruggan sigur á Þór og KF/Tindastóll hafði betur gegn Völsungum.

Þriðji flokkur KA hefur átt góðu gengi að fagna í B-deildinni í sumar og endaði þar í öðru sæti, stigi á eftir Víkingi R. Annað sætið þýðir að KA fer upp um deild og spilar því í A-deild næsta sumar.

KA og KF/Tindastóll hafa tvívegist mæst í sumar í B-deildinni. Fyrri leiknum á Akureyrarvelli lyktaði með jafntefli en KA vann öruggan sigur í síðari leiknum á dögunum, sem fram fór á Sauðárkróksvelli. Það má sannarlega búast við hörkuleik í Ólafsfirði og því er full ástæða til þess að hvetja KA-menn að fylgja drengjunum út í Ólafsfjörð og láta vel í sér heyra. Áfram KA!