3 flokkur kvenna á Norway cup

Egill þjálfari 3 fl kvenna K.A hafði samband við pikkara í morgun og sagði fréttir af Norway cup og gengi liðsins á mótinu. Þær hafa spilað þrjá leiki,  sá fyrsti var erfiður og 3-1 ósigur var ekkert sem hægt var að kvarta yfir.
Í næsta leik fögnuðu okkar stelpur góðum sigri 1-0 í miklum baráttuleik og sá sigur mjög kærkominn.
Þriðja leik lauk með öruggum sigri K.A 3-0 en 10-0 hefði í raun gefið mun betri og réttari mynd af gangi mála.

Það skýrist svo í dag hvort stelpurnar leika í 32 liða úrslitum A-liða eða 16 liða úrslitum B-liða.
Að sögn Egils eru aðstæður á Norway-cup frábærar og veðrið leikur við hvurn sinn fingur.  Nefna má sem dæmi að þegar Egill og pikkari ræddum saman var lofthiti hjá honum 28 gráður í plús utandyra.  Slíkt telst boðlegt samkvæmt mínum kokkabókum.

Slóð á heimasíðu mótsins er að finna hér www.norwaycup.no