Undanfarna daga hefur Fótbolti.net verið að birta spá fyrirliða og þjálfara fyrir fyrstu deildina í sumar. Í dag var röðin komin
að KA-mönnum og er þeim spáð fjórða sætinu í sumar.
Í sömu spá fyrir ári síðan var liðinu spáð áttunda sætinu en það hafnaði fjórum

sætum ofar eða í fjórða sætinu en vonandi ná
strákarnir að gera enn betur í sumar.
Núna eru einungis þrír dagar í fyrsta leik tímabilsins en eins og áður hefur komið fram fara KA-menn á Selfoss og leika þar gegn
heimamönnum en Selfyssingum var spáð fimmta sætinu.
Tengill:
Smellið hér til að lesa umfjöllunina um KA sem birtist í dag