Steingrímur þungt hugsi yfir leik KA-manna.
Stutt er í að tímabilið byrji hjá strákunum okkar og mikilvægt að allir séu með hausinn í lagi og í topp standi. Líkt og
í fyrra verður Dean Martin spilandi þjálfari og mun því reynsluboltinn Steingrímur Eiðsson aðstoðarmaður hans stýra liðinu af
hliðarlíðunni í sumar.
Steingrímur er mikill KA-maður og var lengi vel leikmaður KA. Nú í vetur hefur lítið verið keypt af leikmönnum til félagsins og margir
sterkir leikmenn yfirgefið félagið. Telur Steingrímur að það muni hafa áhrif á liðið?
,,Auðvitað hefur það alltaf áhrif þegar svona margir leikmenn fara en það kemur nú alltaf maður í manns
stað og ungu strákarnir hafa fengið að spila meira nú í vetur og er það bara hið besta mál.“
,, Stemmingin er góð og strákarnir í góðu standi og farnir að hlakka mikið til að komast á grasið og byrja
mótið,“ sagði Steingrímur, aðspurður um móralinn í hópnum.
KA-mönnum var eins og flestir vita, ekki spáð góðu gengi í sumar af Fótbolta.net. Við spurðum Steina aðeins út í
það.
,,Jú jú aðvitað setjum við stefnuna hærra og er þetta nú bara spá og ég veit ekki um neitt lið sem
hefur unnið titil eða fallið í apríl eða maí. Við förum að sjálfsögðu í alla leiki til að taka 3 stig og svo sjáum
við í haust hvernig tekist hefur að safna stigum.“
„Undirbúningstímabilið hefur gengið mjög vel og strákarnir æft mjög vel og er nú í
mjög góðu standi, lengjubikarinn spilaðist kannski ekki alveg eins og við vorum að vona en við höfum haft tíma til að vinna í því
sem þurfti að vinna í þannig að við ættum að vera klárir þegar mótið byrjar á sunnudaginn,“ sagði
Steingrímur þegar við spurðum hann aðeins út í Lengjubikarinn og undirbúningstímabilið.
Svo er það Englendingurinn sem spilaði á móti Fylki, Dan Stubbs. Maður hefur heyrt að hann sé að koma vel út, eru miklar líkur á
að hann verði með í sumar ?
,,Já Dan var mjög sprækur í leiknum og talar mikið og hefur góða snertingu,
hefur flottar sendingar og getur notað bæði hægri og vinstri fót. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og lítur vel út og fellur
vel í hópinn, ungur og hress strákur. Já það ætti allt að vera klárt með hann á næstu dögum.“
Eins og flestir sem fylgjast af einhverju viti með KA-mönnum ættu að vita er fyrsti leikur tímabilsins á sunnudaginn þegar liðið heimsækir
Þróttara. Hvernig er sá leikur að leggjast í menn?
,,Leikurinn leggst bara vel í menn, það er alltaf spenningur og
tilhlökkun þegar mótið er að byrja, þannig að þetta verður bara gaman.“
„Langar að hvetja alla til að koma og fjölmenna á KA-völlinn niðri í bæ og hvetja og styðja við bakið
á strákunum í allt sumar og hjálpa okkur að gera þetta sumar að góðu og skemmtilegu KA sumri. ÁFRAM KA!!!“