26.07.2009
Það er mikil stemming í herbúðum 4. flokks karla í fótbolta en á mánudaginn munu þeir mæta Völsungi. Það eitt og
sér er kannski ekki frásögu færandi nema að leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og ríkir því eðlilega mikil eftirvænting meðal
þeirra sem eiga spila en það er ekki á hverjum degi sem menn fá að spila á aðalvelli félagsins. Til að toppa allt þá mun
yfirþula félagsins og skemmtikrafturinn Gunnar Níelsson mæta með micinn ásamt fríðu föruneyti. Við hvetjum alla sem eiga lausan tíma
að mæta á Akureyrarvöll og styðja strákana, leikurinn hefst kl 17:00.
Leik lokið - lokatölur 4 - 0 fyrir KA!