4.fl kvenna að standa sig vel fyrir sunnan

Rakel spilaði vel með A-lið KA
Rakel spilaði vel með A-lið KA
4.fl kvenna er nú í Reykjavík þar sem þær spila 3 æfingaleiki bæði A og B lið. Í dag spilaði hvort lið 2 leiki. Á móti Aftureldingu í morgun og Stjörnunni núna seinni partinn. Á morgun sunnudag spila bæði lið við Víking R
Í morgun kl 9.30 spilaði A lið KA á móti Aftureldingu. Það snjóaði í gær og í morgun og var aðeins hvítt á vellinum þegar leikurinn hófst og mjög kalt. Það sást strax í byrjun að KA voru sterkari aðilinn. Liðið spilaði vel allan leikinn sem endaði með 4-1 sigri KA.

Mörk: Þórunn 2, Anna Rakel 1 og Karen Lind 1

B-liðið spilaði við Aftureldingu strax á eftir og þá var allt þetta hvíta farið af vellinum en golan var mjög köld. Sama var upp á tenignum og hjá A-liðinu yfirburðirni voru mikklir og endaði leikurinn með 5-1 sigri KA.

Mörk: Signý 2, Sunna 1, Auður 1,Hildur 1

Kl 16.00 spilaði A-liðið annan leik sinn og var það á móti Stjörnunni sem er með eitt af betri liðum á landinu. Mikið blés á annað markið og áfram var mjög kalt. Leikurinn var í járnum allan leikinn. 0-0 var í hálfleik og spurning hvort liðið myndi skora á undna. Það var stjarnan sem komst í 1-0 en eftir það fóru okkar stelpur að sækja meira sem endaði með því að Stjörnustúlkur komust í opið færi og tryggðu sér sigurinn 2-0.

Strax á eftir spilaði B-liði við Stjörnuna. Þar var KA betri aðilinn og spilaði fannta góðann bolta þrátt fyrir að mikill vindur væri og gervigrasið blautt. Það var Salka Hermannsdóttir sem slapp innfyrir vörn Stjörnunnar í fyrrihálfleik og skoraði fram hjá markmanni stjörnunnar 1-0. Stjarnan sótti í sig veðrið en án náðu ekki að skora og var það Sara í markinu sem kom í veg fyrir það að þær jöfnuðu leikinn. KA stelpur bættu í og Aþena Eiðsdóttir sendir góða sendingu á Berglindi Birtu sem prjónar sig í gegnum vörn Stjörnunnar og frjamhjá markmanninum og leggur boltann í netið 2-0. Stjarnan skorar síðan eitt mark í lokinn og niðurstaðan 2-1 fyrir KA.

Mörk: Salka 1 og Berglind Birta 1

kveðja úr Reykjavík