A-lið 4.fl kk leikur til úrslita á móti Breiðablik
Nú er allt að verða komið á hreint með úrslitaleik 4.fl karla. Liði sem mætir KA í úrslitum er Breiðablik og fer leikurinn fram
á Kópavogsvelli. Nákvæm tímaseting er ekki komin í ljós en þegar hún liggur fyrir munum við setja það hérna
inná síðuna
KA lagði Þór og Aftureldingu síðustu helgi 4-1 og 1-0 en gerði síðan 1-1 jafntefli við Fylki sem nægði til að komast í
úrslitaleikinn.
Leikurinn verður næstu helgi en ekki er víst hvort hann verði á Föstudegi eða Laugardegi.
Strákarnir eru nokkuð spenntir fyrir þessu enda ekki á hverjum degi sem þeir leika til úrslita á íslandsmóti.
Aðalþjálfari 4.fl er Sigurður Pétur Ólafsson. Eins og margir vita gerði hann 3.fl karla að íslandsmeisturum fyrir 2 árum síðan og
nú er spurningin hvort að Pétur endurtaki þann leik. Ef 4.fl vinnur verður þetta 3 Íslandsmeistaratitill Péturs sem þjálfari hjá
KA.

- Egill Ármann Kristinsson