Fimmti flokkurinn er með fjögur lið á mótinu, A-, B-, C- og D-lið. Liðin hafa spilað 25 leiki þegar þetta er skrifað og er árangurinn
afar góður. Af þessum 25 leikjum hafa 19 unnist, 5 endað með jafntefli og 1 tapast.
A og D liðin eru komin í úrslitaleik, C-liðið á eftir að spila undanúrslitaleik og B-liðið lenti í því að tapa hlutkesti um að komast áfram úr riðlinum.
Anna Rakel Pétursdóttir var valin í landsliðið en einn frá hverju félagi er valinn í það lið fyrir leik sem spilaður var á Kópavogsvelli. Hún var fyrirliði liðsins en ásamt því þá skoraði hún tvö mörk í leiknum.
6. flokkur er einnig með fjögur lið í Kópavogi og gengur ágætlega yfir heildina, álíka margir leikir eru að vinnast og tapast.