5.fl karla í undanúrslit

Um helgina var 5.fl karla að spila í úrslitum íslandsmótsins. Riðillinn sem KA var í var spilaður á Fáskrúðsfirði og spilaði KA á móti Haukum, Fjarðarbyggð/Leikni og Stjörnunni.
Það er skemmt frá því að segja að 3 lið í riðlinum voru jöfn og efst að stigum. Innbyrgðis leikir voru jafnir hjá öllum liðum og því var gripið til þess að draga hvaða lið færi í undanúrslit.

Þar var KA með vinninginn sem þíðir að þeir spila í undanúrslitum næstu helgi og fara leikirnir fram á Reykjavíkur svæðinu.

Úrslit helgarinnar
KA 1-1 Haukar
KA 3-4 Fjarðarbyggð/Leiknir
KA 1-0 Stjarnan

Þjálfarar flokksins eru:
Dean Martin
Egill Ármann Kristinsson

Það ber að nefna að um helgina vara Túfa með strákana í þessum leikjum þar sem báðir þjálfarar flokksins voru fjarverandi.