6 Stiga leikur í kvöld og þú mætir! (Myndband)

Ævar Ingi hefur komið með mikla barátti inní liðið og spilað vel Hann er frá vegna meiðsla í kvöld
Ævar Ingi hefur komið með mikla barátti inní liðið og spilað vel Hann er frá vegna meiðsla í kvöld

Í dag er komið að heimaleik, okkar menn fá þá HK-inga í alvöru 6 stiga leik. Bæði lið þurfa á stigunum að halda og við stuðningsmenn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa liðinu á fætur eftir slæma byltu! Leikurinn hefst klukkan 18:15 að staðartíma og okkar iða græna velli, KA vellinum (áður Ak.völlur).

Þeir sem sáu leik KA gegn ÍR fyrir helgi geta allir verið sammála um að mikil batamerki voru á liðinu sem var í raun óheppið að taka ekki öll stigin, ÍR-ingar björguðu 6 sinnum á línu í seinni og ótrúlegt miðað við þann aragrúa af færum sem sköpuðust að aðeins kom eitt mark. Frábært var að fá Túfa inní liðið að nýju enda frábær leikmaður með mikla reynslu, þá er Guðmundur Óli byrjuður að æfa á fullu að nýju en mér er ekki kunnugt hvort hann verði í hóp í kvöld.

Í kvöld munu KA menn bjóða uppá nýjan leikmann, Brian Gilmour, sem er skoskur miðjumaður á 24. Aldurs ári. Sá drengur á vonandi eftir að nýtast okkur vel og segja þeir sem séð hafa til að þarna sé á ferð leikmaður með magnaða spyrnugetu og sendingar. 

HK ingar hafa verið lánlausir frá byrjun móts og hafa reynt að styrkja sig nú í glugganum og fengið til sín einhverja fjóra leikmenn. Það er alveg ljóst að þeir ætla ekki að gefast upp í þessari botnbaráttu. 

KA hefur ekki tapað fyrir HK í síðustu 6 viðreignum liðanna og öll munum við eftir síðasta leik, þegar KA menn lenntu undir 3-1 og náðu að knýja fram sigur 4-3 með þrennu Elvars Pálls, það sýndi hversu sterkur karakter býr í liðinu, því það er ekki sjálfgefið að koma svona til baka! Nú þurfum við stuðningsmenn að hjálpa liðinu að ná upp þessum karakter og sömu baráttu og áður. 

Flautuleikari kvöldsins verður Framarinn Örvar Sær Gíslason og honum til aðstoðar verður hinn margreyndi 603 maður Valdimar Pálsson og Bryngeir Valdimarsson.

Leikurinn hefst eins og fyrr segir klukkan 18:15 og doktorinn mætir og þú líka!!!