6.fl kvenna Íslandsmeistara NL/AL

Í gær fór fram hnátumót KSÍ í Fellabæ rétt utan við Egilsstaði. Þar átti KA tvö lið í keppninni. A og B-lið. Þetta var úrslitamótið og liðið sem myndi vinna þetta mót yrði Íslandsmeistari NL/AL.
Mótið gekk mjög vel fyrir sig og er skemst frá því að segja að A-lið KA gerði sér lítið fyrir og vann mótið nokkuð örugglega og urðu þar af leiðandi Íslansmeistar þetta árið. B-lið KA gerði einnig ágætist mót og hafnaði í 3.sæti mótsins og fékk því brons verðlaun.

Í riðlakeppni Hnátumótsins sigarði A-lið KA nokkuð örugglega í 2 leikjum þar sem þær voru með markatöluna 13-0
Í Fellabæ fór svo að þær unnur 3 leiki og var markatalan 13-2 og því í heildina 26-2 í 5 leikjum sem verður að teljast nokkuð góður árangur.

Úrslit um helgina:(A-lið)
KA 4-0 Höttur
KA 5-2 Völsungur
KA 4-0 Fjarðabyggð/Leiknir

B-lið
KA 5-0 Höttur
KA 2-2 Tindastóll
KA 1-6 Sindri


A-lið KA í 6.fl með Gullverðlaunin



A og B-lið KA með Gull og Bronsverðlaun

Þjálfarar flokksins eru þeir Egill Ármann Kristinsson og Andri Fannar Stefánsson