6. flokkur karla og kvenna með gull

6. flokkur karla og kvenna léku í dag á annars vegar Pollamóti og hins vegar Hnátumóti sem eru Íslandsmót 6. flokks. Mótunum er skipt í Suðurlandskeppni og Norður-&Austurlandskeppni
6. flokkur karla keppti á Þórsvellinum og sigraði A-liðið alla sína þrjá leiki og fékk því gull, B-liðið varð í 2. sæti með 20-3 í markatölu og fékk silfur. 

Stúlkurnar áttu ekki verri dag á Norðfirði, en A-liðið sigraði þar alla sína þrjá leiki og stóð því uppi með gullverðlaun. Í flokki B-liða varð KA 1 í 2. sæti og KA 2 í því 3. 

Frábær árangur hjá þessum efnilegu krökkum og fyrir hönd heimasíðunar óska ég þeim innilega til hamingju!