A-lið 4. flokks kvenna í KA spilar um helgina þrjá leiki í öðrum tveggja riðla í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki. Riðillinn verður spilaður á KA-velli og Akureyrarvelli. Auk KA spila í þessum riðli lið Tindastóls, Fjölnis og Breiðabliks 2.
Leikir stelpnanna í KA verða sem hér segir:
KA-Tindastóll - KA-völlur - föstudagur kl. 17.00
KA-Fjölnir - Akureyrarvöllur - laugardagur kl. 12.00
KA-Breiðablik 2 - Akureyrarvöllur - sunnudagur kl. 11.00
KA-menn eru hvattir til að mæta og styðja stelpurnar í baráttunni. Sigurliðið úr þessum riðli kemur til með að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki kvenna við það lið sem sigrar hinn úrslitariðilinn.