Stelpurnar í 6. flokki KA höfðu sigur í úrslitum Hnátumóts KSÍ á KA-vellinum í dag. Þær spiluðu þrjá
leiki - gegn Hetti, Fjarðabyggð/Leikni og Þór og unnu þá alla. B-liðið varð í öðru sæti á eftir Völsungi.
Þriðja liðið í B-liðum var Höttur og lauk báðum leikjum KA - gegn Völsungi og Hetti - með markalausu jafntefli. Völsungur vann hins vegar
Hött og vann því B-liðs keppnina.