Æfingaleikir í fótbolta: KA með tvo sigra

Meistaraflokkur KA spilaði tvo æfingaleiki í síðustu viku - á fimmtudag og laugardag - gegn Völsungi og Tindastóli og unnust þeir báðir. KA-menn sigruðu Völsung 2-1 og Tindastól 3-0.

Í leiknum gegn Völsungi var liðið að stórum hluta byggt upp á strákum úr öðrum flokki. Völsungar komust í 1-0 en KA-menn bættu í og jöfnuðu með marki frá Ómari Friðrikssyni. Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði síðan sigurmarkið.

Í leiknum gegn Tindastóli kom bakvörðurinn Jón Heiðar Magnússon í 1-0 og þannig var staðan í leikhléi. Í síðari hálfleik bættu við mörkum þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Árni Arnar Sæmundsson.