Æfingaleikur: KA 3-0 Magni

Gulli ræðir við sína menn í hálfleik
Gulli ræðir við sína menn í hálfleik
KA og Magni léku æfingaleik í kvöld á Hrafnagili, þar sem bæði lið æfa þessa dagana en þetta er nánast eina grassvæðið í Eyjafirði sem er klárt undir fótboltaiðkun. Gulli var þarna að leyfa þeim sem minna hafa spilað að spreyta sig gegn sterkustu mönnum Magna.


Í kulda og viðbjóði voru spilaðaðar einungis 2 x 35 mínútur og ég fullyrði að ef þessar 20 mínútur sem vantar upp á til að klára eðlilegan tíma, hefðu verið spilaðar væri ég með 2 tvær og 2 fingur núna. Þvílíkur kuldi og svo ég vitni í góðan vin minn, Srdjan Tufegdzic eða Túfa sem sat á hliðarlínunni og fylgdist með: "Þetta er ógeðslegt, í Serbíu er bara 26 stiga hiti í dag og næstu daga."

En að leiknum sjálfum, í markinu var hinn ungi og efnilegi Fannar Hafsteinsson sem þykir frekar stór og djúpraddaður miðað við að vera á 16. aldursári, þess má geta að hann var stærri en ég er núna þegar hann var í 5. bekk, eins og kannski margur enda ég sjaldan verið talinn hávaxinn, en nóg um mig og mína hæð.
Aðrir leikmenn KA voru Jakob Hafsteinsson, Þórður Arnar, Sigurjón Fannar, Magnús Blöndal, Ómar, Ívar Guðlaugur, Davíð Atlason, Aci Milisic, Steinn Gunnars og Arnór Egill.

Það tók aðeins fimm mínútur að finna netmöskvana og var þar Arnór Egill að verki. Eftir flottan bolta innfyrir vörnina "slúttaði" hann vel. Leikurinn var frekar þungur og reyndu leikmenn beggja liða frekar marga háabolta miðað við vind, boltinn dó oftast í loftinu og lítið gerðist úr því, KA strákar náðu þó oft upp ágætis spili og var nýi maðurinn, Davíð Örn, sprækur á kantinum.

Eftir sléttar 5 mínútur í seinni hálfleik fann Ómar Friðriksson netmöskavana í hinu markinu en hann stakk sér á bak við vörn Magna þegar KA var með innkast, glöggt auga Jakobs sá Ómar, notaði vindinn og henti honum til Ómars sem skoraði af stakri prýði, stöngin inn.

Það var svo þegar 10 mínútur lifðu leiks að varamaðurinn Viktor Mikumpeti nældi í vítaspyrnu eftir góðan sprett upp kantinn og Arnór Egill steig á punktinn og skoraði af öryggi þrátt fyrir að Hjörtur markvörður Magna hafi tippað á rétt horn. En þar við sat og leik lauk með 3-0 sigri KA.