KA sigraði Njarðvík 3-2 í æfingaleik núna í kvöld en leikið var á grasvellinum í Þorlákshöfn þar sem KA-menn
eru í æfingaferð.
Hinn óstöðvandi Andrés Vilhjálmsson, fyrirliðinn Haukur Heiðar Hauksson og Elvar Páll Sigurðsson komu KA í 3-0 í fyrri
hálfleik, sem var að sögn Gunnlaugs Jónssonar, þjálfara, frábær! Njarðvík minnkaði muninn í lok hálfleiksins úr
gefins vítaspyrnu og skoraði annað mark sitt síðan á lokamínútum leiksins. Lokastaðan því 3-2.
Þetta var síðasti leikur KA fyrir tímabilið en fyrsti leikurinn verður 9. maí í Valitor-bikarnum gegn Draupni eða
Kormáki á Hvammstanga, en þessi lið mætast á sunnudaginn.
Deildin hefst svo 13. maí með útileik gegn Leikni í Reykjavík.