Davíð Rúnar mun vera á miðjunni á laugardaginn.
Á laugardaginn kl 13.00 í Boganum þá fer fram æfingaleikur milli okkar og KF.
KF er eins og áður hefur komið fram hérna á síðunni sameinað lið KS og Leifturs. Fyrr í vetur var ákveðið að sameina
félögin og tefla þau nú saman liðum í öllum flokkum.
Þetta er þriðji æfingaleikurinn undir stjórn Gunnlaugs en undir hans stjórn vann liðið Völsung og Dalvík/Reyni. Gunnlaugur hefur verið
að nota þessa leiki til að prófa nýja og óreynda leikmenn sem hafa staðið sig með ágætum.