Á fimmtudaginn, fyrsta dag sumars, halda KA-menn suður yfir heiðar og leika þar æfingaleik gegn úrvalsdeildarliði Fram á gervigrasinu í
Safamýrinni. Leikurinn hefst kl.
14:30 á Framsvæðinu.
Fram sem leika undir stjórn Þorvalds Örlygssonar sem flestir KA-menn ættu

að þekkjast við náðu ekki að tryggja sér sæti
í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins líkt og KA-menn.
Almarr Ormarsson fór til Fram á miðju síðasta sumri og lék hann fjóra leiki í Lengjubikarnum í vetur þar sem hann skoraði tvö
mörk.
Leikurinn fer fram á gervigrasinu á Fram-svæðinu og hefst hann kl.
14:30.
Mynd: Haukur Heiðar í baráttunni við Heiðar Geir Júlíusson sóknarmann Fram í leik liðanna veturinn
2008.