KA-menn leika annan leikinn sinn á þremur dögum á morgun þegar þeir mæta Haukum í æfingaleik í Boganum.
Leikurinn hefst kl. 12:00 en Haukarnir eru hér fyrir norðan í æfingaferð og léku

gegn Þór í dag.
Við hvetjum alla til að mæta í Bogann í hádeginu en eftir góðan leik gegn Breiðablik á laugardaginn þrátt fyrir tap er vonandi
að strákarnir nái að halda áfram á sömu braut og landi sigri gegn Haukum.