Æfingaleikur gegn Selfyssingum í kvöld

Í kvöld mætast KA og Selfoss í æfingaleik. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 19:00.

Við hvetjum alla til að mæta en liðin verða bæði í fyrstu deildinni í sumar. Síðastliðið sumar mættust liðin tvívegis og á Akureyrarvellinum skildu þau jöfn 2-2 en á Selfossi fóru heimamenn með 2-1 sigur af hólmi.

KA - Selfoss, Boginn - 19:00 í kvöld!