Æfingum í Boganum aflýst í dag - fimmtudaginn 27. október!

Öllum æfingum KA í knattspyrnu í dag, fimmtudaginn 27. október, í Boganum er aflýst vegna hreinsunar sem ráðist var í í morgun á gervigrasinu í Boganum. Ljóst er að grasið þornar ekki nægilega til þess að unnt sé að hleypa knattspyrnuiðkendum þar inn í dag og því þarf að aflýsa öllum æfingum dagsins. Næsti æfingadagur verður því nk. laugardagur.