Báðir eru þeir Ævar Ingi og Fannar í 3. flokki karla, en Ævar Ingi hefur auk þess að spila með þriðja flokki spilað með 2. flokki og komið inn á í meistaraflokki. Fannar hefur verið varamarkvörður meistaraflokks karla og er nú á reynslu hjá enska 1. deildar liðinu Watford og verður í næstu viku á reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham.
Norðurlandamótið fer sem fyrr segir fram á Norðurlandi. Spilað verður á Akureyri (Þórsvelli og Akureyrarvelli), Sauðárkróki, Ólafsfirði, Dalvík og Húsavík.
Lið 1 frá Íslandi, sem Ævar Ingi er í, spilar í A-riðli gegn Noregi á Þórsvelli þriðjudaginn 2. ágúst kl. 16. Lið 2, sem Fannar er í, spilar í B-riðli og mætir Svíum á Akureyrarvelli 2. ágúst kl. 14. Þetta eru einu leikirnir sem liðin spila á Akureyri í riðlakeppninni, en síðan spila bæði lið um sæti á Akureyri síðasta keppnisdaginn, sunnudaginn 7. ágúst. Þá verður að óbreyttu spilað um 5. og 7. sæti á Akureyrarvelli og 1. og 3. sæti á Þórsvelli.