Úr leik KA og Þór.
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á morgun laugardag mun verða leitað svara við því af hverju Akureyri eigi ekki lið
í efstu deild karla.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu FM 97,7 (FM 90,9 á Akureyri) alla laugardaga milli 12 og 14.
Rætt verður við marga menn sem hafa sterkar skoðanir á stöðu fótboltans á Akureyri. Arnar Gunnarsson, Orri Freyr Hjaltalín, Benedikt
Guðmundsson, Gunnar Níelsson og Siguróli Magnússon verða meðal viðmælenda. Þá fá hlustendur að taka þátt í
umræðunni.
Þetta verður klárlega afar athygliverður þáttur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.