Áfram KA-menn!

Félagar!
 
Næsti leikur KA-manna er á útivelli gegn Gróttu á laugardaginn kl. 16:00.
 
KA-menn hafa í ófá skipti tekið yfir stúku andstæðinganna á útivelli í gegnum tíðina. Fleiri okkar þurfa aftur á móti að hvetja liðið áfram þar sem greinilegt er að stuðningshópurinn hefur þynnst vegna verra gengis en menn bjuggust við. Það er ekki óalgengt þegar á móti blæs. Nú verðum við aftur á móti að spyrna við fótum, fylkja liði og styðja betur við bakið á okkar mönnum. Öllum þykir okkur vænt um félagið og hlutverk stuðningsmanna er einmitt að mæta á völlinn og hvetja liðið með hjartað að vopni. Sama á hverju dynur.



Nú ríður á að sýna KA-hjartað. Góður stuðningur getur fleytt liðum langt og jafnvel skipt sköpum. Það þekkja allir sem hafa einhvern tímann leikið þessa íþrótt.
 
Það er vel við hæfi að vitna í hið frábæra einkennislag okkar KA-manna sem Karl Örvarsson söng svo listilega um árið:
 
Við eigum okkar lið sem við fylgjum alla leið,
og linnulítið hvetjum dátt,
og látum okkar andstæðinga heyra hátt:
 
Við viljum sigur!
Við viljum sigur!
Við viljum sigur!
Í þessum leik!
 
Að vera stuðningsmaður snýst einmitt um að fylgja liðinu alla leið, sama á hverju dynur og hvetja það áfram í blíðu og stríðu.
 
KA-menn nær og fjær! Sameinumst! Skundum á völlinn á laugardaginn!
 
Höfum gaman, syngjum saman!
 
ÁFRAM KA!