KA-MENN NÆR OG FJÆR!

Getraunanúmer KA er 600
Getraunanúmer KA er 600
Getraunastarf knattspyrnudeildar KA fer senn að hefjast. Fyrirkomulagið verður með talsvert breyttu sniði sem gerir fleirum kleift að vera með. Hópleikir tímabilsins verða tveir að þessu sinni, einn fyrir áramót og annar eftir áramót. Síðustu ár hafa vinningarnir verið einkar glæsilegir og það verður engin breyting þar á.

Fylgist með hér á síðunni og á facebooksíðum KA og KA-getrauna.

Við viljum sérstaklega hvetja brottflutta KA-menn til að taka þátt en hægt verður að koma til okkar seðlum hvaðan sem er.

Doktorinn verður með, verður þú með?

Áfram KA!