Umfjöllun: Afturelding - KA

KA-menn fóru suður um síðustu helgi og léku gegn liði Aftureldingar í Lengjubikarnum. Upphaflega átti leikurinn að fara fram utandyra á Varmárvelli en að lokum var hann færður inn í hið glæsilega hús, Kórinn.

Leikskýrsla
Riðill 1 - A deild Lengjubikars

Afturelding 0 - 1 KA
0-1 Andri Fannar Stefánsson ('82)

Sandor

Haukur H. - Norbert - Sigurjón - Ingi F.

Dean M. - Túfa - Andri F. (F) - Hjalti M.
Guðmundur Ó.
Bjarni P.

Varamenn: Haukur Hinriksson, Steinþór Már Auðunsson, Sveinbjörn Már Steingrímsson, Jakob Hafsteinsson, Aksentije Milisic, Steinn Gunnarsson(Bjarni P., 49. mín), Ómar Friðriksson.

KA-menn stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda og byrjuðu af miklu krafti án þess þó að fá einhver dauðafæri.

Nóg af góðum fyrirgjöfum komu inn í teiginn sem þeir náðu ekki að gera sér mat úr en helst ber að nefna skalla frá Sissa eftir horn sem Kjartan Páll Þórarinsson markvörður Aftureldingar varði frábærlega.

Í síðari hálfleik héldu KA-menn áfram að sækja en boltinn vildi bara ekki fara inn og Kjartan Páll varði nokkrum sinnum frábærlega.

Það var ekki fyrr en á 82. mínútu að sigurmarkið kom. Dínó tók stutt horn, gaf á Andra Fannar sem kláraði með skoti úr teignum og 1-0 sigur staðreynd.

Mynd: Markaskorarinn Andri Fannar í baráttunni við leikmann Aftureldingar í leiknum.