Ágúst Örn ekki með í sumar

Ágúst Örn
Ágúst Örn
Blikinn Ágúst Örn Arnarson sem kom til KA að láni í febrúar síðastliðnum verður ekki með KA í sumar eftir að hafa slitið krossband á æfingu fyrir tveim vikum, þetta staðfesti Óskar Þór Halldórsson í gær " Það er því miður alveg ljóst að hann verður ekkert með okkur í sumar," sagði Óskar. Ágúst spilaði 4 leiki í KA búningi og þakkar heimasíðan honum hans framlag til liðsins á þeim tíma og óskar honum skjóts bata.