Líkt og félagi hans, Elvar Páll, fannst honum furðulegt að fá fyrsta leik gegn sínu “gamla” félagi “Jú ég neita því ekki að þetta var mjög furðulegt. Við vorum búnir að mæta á eina æfingu klukkan 8 á laugardagsmorgni og fengum svona nokkur ráð frá Gulla hvernig hann legði leikinn upp. Maður reyndi bara að fylgja því og má segja að við silgdum frekar blint í þetta.”
Hvernig lýst Ágústi á komandi mánuði hjá KA?
“Mér lýst mjög vel á þetta. Kannski ekki draumurinn að byrja á moti Íslandsmeisturunum og sínu eigin liði. En það er alltaf gaman að fá nýjar áskoranir og verður ekkert nema gaman að koma inn í þetta og fá að spreita sig.”
En vissi hann eitthvað um liðið áður en kom hingað?
“Nei mjög lítið. Ég kannaðist við nokkra sem maður hafði spilað við í gegnum tíðina en þekkti fáa. En við fyrstu sín er þetta ungt og sprækt lið og því má segja að maður passi ágætlega inn í þetta. Það var tekið mjög vel á móti manni, umgjörð og aðstaða eru til fyrirmyndar og þeir sem koma að liðinu algjörir fagmenn.”
Var aldrei vafi þegar lánssamningurinn lá á borðinu að koma norður?
“Nei enginn vafi á því. Maður er kominn upp úr 2 flokki núna og inn í Íslandsmeistaralið þar sem breiddin og samkeppnin er gríðarleg. Þá er ekkert nema jákvætt að fá svona tækifæri og fara norður og fá að spila því maður er jú í boltanum út af því.”