Áhugaverður riðill í Lengjubikarnum

Nú liggja fyrir drög að leikjauppröðun í Lengjubikarnum og samkvæmt þeim eru andstæðingar KA fjögur úrvalsdeildarlið og þrjú fyrstudeildarlið: ÍBV, Stjarnan, ÍA, Keflavík, ÍR, Víkingur R og Tindastóll.

KA spilar fyrstu tvo leikina hér heima - í Boganum - sunnudagana 19. og 26. febrúar gegn Stjörnunni og ÍR. Sjá nánar leikjaniðurröðunina samkvæmt þessum drögum:

http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=26335