Akureyrarslagur í öðrum flokki á morgun

Á morgun, mánudagskvöld, mætast KA og Þór í öðrum flokki en bæði lið eru í A-deild og er þetta fyrsti leikur þessara liða í sumar.

Búast má við svakalegum slag þar sem bæði lið eru nánast að berjast fyrir lífisínu í deildinni en liðin mættust seinasta í bikarúrslitum síðasta haust þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi í framlengingu.

KA-strákarnir unnu síðasta leik, 2-1, gegn FH og er vonandi að strákarnir haldi áfram á sömu braut á morgun.

Leikurinn hefst kl. 18:30 á Akureyrarvellinum og hvetjum við alla KA-menn til að mæta og sjá framtíðarleikmenn beggja liða etja kappi.

Staðan í A-deildinni

Mynd: Strákarnir fagna marki í 1-1 jafnteflisleik gegn Fram á KA-vellinum fyrr í sumar.